Fyrir og eftir myndir

Fyrir og eftir myndir

 

Aðlaðandi myndir af fasteignum með léttu og stílhreinu yfirbragði auðveldar fólki í eignaleit að gera sér grein fyrir stærð og lögun rýmis. Líklegra er að fólk komi að skoða - og jafnvel að viðkomandi eign verði fyrir valinu.

Eftirfarandi myndir eru teknar fyrir og eftir breytingar sem stílistinn Heidi Ploder - Skipulag og Skreytingar -  hefur unnið fyrir viðskiptavini Húsaskjóls.

 

Gangur 

  

Fyrir breytingar                                                                 Eftir breytingar

Húsgögnum fækkað og uppstillingu breytt lítillega, gólfmottur fjarlægðar sem og stór hluti skrautmuna. Vissulega léttara yfirbragð.


Borðstofa

 

Fyrir breytingar                                                                                     Eftir breytingar

Þó sjónarhornið sé ekki nákvæmlega það sama, er breytingin samt sem áður greinileg. Skrautmunum hefur verið fækkað verulega, veggborði fundinn nýr staður og borðstofuborð fært í annan búning. Stílhreinni heildarmynd.


Arinn

  

Fyrir breytingar                                                   Eftir breytingar

Sófi og glerborð tekið frá sem og stór hluti skrautmuna. Húsgögn flutt til í stofu og notuð við nýja uppröðun við arinn. Logandi eldur í arni - hlýlegt og aðlaðandi.


Stofa

  

Fyrir breytingar                                                                                Eftir breytingar

Hér er sjónarhornið óneitanlega annað, en þrátt fyrir það er greinilega léttara yfir stofunni eftir að húsgögnum og öðrum munum hefur verið fækkað. Rými nýtur sín betur.